Barcelona er þyngsta borg ferðamanna í Evrópu. Þjófar vaða uppi, meira eða minna í skjóli borgaryfirvalda. Peter Preston, útgáfustjóri Guardian og Observer, segir í dag frá að hafa þrisvar lent í klóm þeirra. Í eitt skipti tók hann þátt í að ýta bíl og var rændur á meðan. Í annað skiptið sprakk dekk á bíl hans af mannavöldum. Hann var rændur meðan hann sinnti dekkinu. Þetta minnti mig á, þegar ég kom fyrst til Barcelona með kvittum um að hafa borgað inn á hótelgistingu. Hótelið tók ekkert mark á því, setti mig á götuna, en hirti samt innágreiðsluna. Í Barcelona stela háir sem lágir.