Merkilegt er, að Sjálfstæðisflokkurinn hafnar borgarfulltrúum sínum og sækir borgarstjóraefni vestur á firði. Einnig er skrítið að flokkurinn skuli ekki hanga á þeirri vinsælu skoðun, að flugvöllurinn verði fluttur. Flokkurinn er búinn að missa stóra kosningamálið og býður fram sveitavarg í einum og sömu kosningunum. Einhver linka er í þessu öllu saman. Þrátt fyrir fjögurra ára stjórn svokallaðra trúða á borginni, eru kjósendur nokkuð sáttir. Þriðjungur kjósenda hyggst velja Bjarta framtíð. Gott er það og bendir til, að lokið sé endanlega forustutíma Sjálfstæðisflokksins í borginni. Farið hefur fé betra.