Farsinn um framboðið

Punktar

Utanríkisráðherra fórnaði Bjarna Vestmann til að hafa harðstjóra Sri Lanka góða. Hún vildi halda stuðningi þeirra við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna kallaði hún Bjarna heim eftir fund hans með Tamilselvan, yfirmanni frelsissamtaka Tamíla. Hún baðst líka afsökunar í klukkustundar símtali við utanríkisráðherra Sri Lanka. Núna hefur hún snúið við blaðinu og segir Bjarna njóta fulls trausts ráðuneytisins. Þetta heitir flip-flop á amerísku. Þannig þarf ráðherra að haga sér, þegar ráðuneytið er í framboði til öryggisráðsins. Hún þarf að haga seglum eftir sviptivindum.