Bandaríska leyniþjónustan, FBI, fékk háskólann í Berkeley í Californíu til að reka vinstri sinnaða kennara, að áreita mótmælendur Víetnam-stríðsins og að efla framabraut Ronald Reagan, sem þá var ríkisstjóri í Kaliforníu og síðan forseti Bandaríkjanna. Dagblaðið San Francisco Chronicle var 17 ár að grafa þetta upp. Í öllum löndum, líka vestrænum, eru leyniþjónustur á kafi í pólitík. Hleranamálin á Íslandi eru gott dæmi um, að undir yfirskyni öryggis ríkisins er abbast upp á vinstri sinnaða pólitíkusa. Nýjar leyniþjónustur á Íslandi munu gera nákvæmlega slíkt hið sama.