Fasisminn sækir fram

Punktar

Með eftirmálum við handtöku David Miranda er orðið ljóst, að ríkisstjórn Bretlands lítur á blaðamenn og fjölskyldur þeirra sem óvini ríkisins. Um þá eru látin gilda lög um hryðjuverk, ef löggunni eða leyniþjónustunni sýnist svo. Íslendingar þekkja vel misbeitingu brezkra hryðjuverkalaga. Bandaríska ríkisstjórnin gengur enn lengra en sú brezka. Þar eru allir ríkisborgarar hryðjuverkamenn, ef leyniþjónustunni sýnist. Forstjórinn játaði, að “hafa farið eins nærri sannleikanum og hægt var”. Þegar hann var þannig uppvís að lygum, skipaði Obama hann sem formann eftirlitsnefndar með honum sjálfum.