Fátækir í fullri vinnu

Punktar

Mér er fyrirmunað að skilja heljartök Gylfa Arnbjörnssonar verkalýðsrekanda á samtökum launþega. Hann gengur undir gróðafíklum forstjóranna, sem skipta þjóðarauðnum milli auðgreifa. Að því búnu heimta þeir stöðugleika á kostnað launafólks. Þjóð með gífurlega landsframleiðslu á mann hefur efni á að lyfta láglaunafólki upp í 1.500 króna dagtímalaun. Vitlaust er gefið í þríhliða viðræðum ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins. Launþegar verða fyrst að brjótast undan Gylfa, ef þeir vilja ná fyrri hlut sínum af þjóðarkökunni. Fráleitt er, að fólk í fullri vinnu þurfi að lifa á gjöfum góðgerðasamtaka.