Fátækra-bissniss

Punktar

Þegar Íslendinga og Rússa skorti valútu á kaldastríðsárunum, stunduðu ríkin vöruskipti undir ríkisvæng. Við seldum þangað fisk og fengum olíu í staðinn og stundum ónýta bíla. Þetta þótti mikið hallæri. Nú skortir aftur valútu á báðum stöðum og aftur er farið að tala um vöruskipti. Rússar borga ekki lengur fyrir fiskinn, sem þeim er sendur. Pútínistar Sjálfstæðisflokksins vilja auðvitað að ríkið hjálpi fisksölum á kostnað skattgreiðenda. Sá flokkur hefur löngum verið duglegur að sukka með annarra manna peninga. Úr því að Rússar vilja ekki borga fyrir fisk, er kannski í staðinn hægt að svíða úr þeim svartolíu og ónýta bíla.