Fátækrahús í Vatnsmýri

Punktar

Íbúðirnar 800, sem verið er að reisa í Vatnsmýri, þurfa að vera á færi fátæks fólks, kosta 25 milljónir eða minna. Borgin þarf að setja stopp á allar nýjar íbúðir, sem auglýstar eru á geðveikar tölur, svo sem 500 milljónir króna. Allar íbúðir, sem reistar verða í Vatnsmýri, eiga að henta því fólki, sem sárast vantar þak yfir höfuðið. Staðurinn er í návígi við tvo stærstu háskóla landsins og ótal vinnustaði. Sérstaklega þarf að banna, að íbúðirnar séu notaðar fyrir túrista. Íbúðir fyrir fátæka eiga ekki að vera uppi á heiðum, t.d. Hólmsheiði, heldur í nágrenni miðborgarinnar. Athugist af þeim, sem mynda meirihluta eftir kosningar.