Þjófnaður ríkisins á fé lífeyrisfólks er kominn á endastöð. Formlega lýst yfir, að almannatryggingar séu ekki fyrsta stoð eftirlaunakerfisins. Lífeyrisfólk fær því ekki lengur ellilaun. Það þarf sjálft að vinna fyrir ellinni. Eftirlaun fá þá bara sjúklingar og öryrkjar, sem ekki gátu safnað í lífeyrissjóð. Lífeyrir var hugsaður sem viðbót við ellilaun, en hefur nú verið klófestur af ríkinu. Auðvitað er það Sjálfstæðisflokkurinn, sem stendur fyrir þessu. Hann er mesti flokkur hærri skatta, hvað varðar fátæklinga. Ríkisstjórnin hefur hætt norrænni velferð hjá gamla fólkinu. Í staðinn endurvakið gamla fátækrastyrkinn frá því fyrir 1946.