Fátæku löndin borga stríðið

Punktar

Talsmaður frjálslynda flokksins í Bretlandi segir, að ríkisstjórn landsins greiði herkostnaðinn gegn Írak að hluta með því að skera framlög til þróunarlanda um 50 milljónir sterlingspunda. Frá þessu segir m.a. á epolitix. Vesturlönd verja nú 14 sinnum meira fé til hermála en til þróunaraðstoðar, segir Associated Press, 800 milljörðum dollara á móti 56 milljörðum. Styrjaldarríkin beina þróunaraðstoð sinni í auknum mæli að afleiðingum innrásarinnar í Írak og skera niður aðra mjög brýna þróunaraðstoð á meðan.