Í samfélagsmiðlum rústast orðstír falsspámanna á andartaki. Mynd var tekin af bíl forseta Alþýðusambandsins í stæði fatlaðra. Hann reynist ekki bara siðblindur, heldur hefur líka séð ástæðu til að hefja sig upp úr Patrol yfir í LandCruiser. Þrautleiðinlegur umboðsmaður atvinnurekenda í musteri alþýðunnar rústaði sig á einu kvöldi með einni ljósmynd. Enda er hann ekki af þjóðinni, heldur hluti af valdaklíku, sem heldur fólki í heljargreipum þrælahalds. Menn þræla myrkranna milli og uppskera auknar skuldir. Hver sem betur getur reynir að koma sér fyrir í Noregi. Og Gylfi Arnbjörnsson þarf fatlað stæði fyrir LandCruiser siðblindra.