Þótt Donald Trump hafi skelfilegar skoðanir á mörgum sviðum, er honum ekki alls varnað. Hann stendur við kosningaloforð, öfugt við íslenzka pólitíkusa. Það, sem hann er að gera, var hann búinn að boða. Að því leyti er hann skárri en Óttarr Proppé, sem gerir flest öfugt við það, sem hann lofaði. Efni Trump áfram loforð sín, má búast við, að endir verði bundinn á geðveikislegan hernað Bandaríkjanna í löndum múslima. Og kannski tjónkar hann við Vladimír Pútín. Það tvennt ætti að gera jörðina friðvænlegri en hún hefði orðið undir forsæti Hillary Clinton. Út á það má hann mín vegna halda áfram að láta eins og fífl í sjónvarpinu heima fyrir.