Eini hefðbundni fjölmiðillinn, sem stundar alvöru blaðamennsku, er DV. Þorir, þegar aðrir þegja. Hlutar af Ríkisútvarpinu eru líka góðir, einkum Kastljós og Spegillinn. Að öðru leyti hafa nýir fjölmiðlar tekið við. Þar fer fremstur Kjarninn, sem nánast eingöngu helgar sig uppljóstrunum og vandar sig. Góðir sprettir eru í staðarblöðunum Reykjavík og Akureyri. Að öðru leyti er auðn í fjölmiðlun. Fréttablaðið segir fátt, aðrir þættir 365 miðla eru hálfu verri. Mogginn er rugl á kostnað kvótagreifa, flokkast sem áróðursrit. Ég mundi svo tárast, ef ég þyrfti að nefna þá fjölmiðla, sem ekki eru hér þegar nefndir.