Fáum okkur siðmenningu

Punktar

Þótt Evrópa sé að ýmsu leyti gölluð, er hún hátíð í samanburði við íslenzkt gerræði. Þar eru hefðir lýðræðis virtar, en hér fara ráðherrar eftir eigin geðþótta, en ekki eftir kerfi. Hér vantar einmitt byrókratisma með föstum reglum, sem farið er eftir. Þar sem forsætisráðherra úthlutar ekki styrkjum í kjördæmi sínu. Hér vantar líka eftirlit, því að auðgreifar reyna eftir megni að stela og svíkja. Við þurfum að komast undir fastmótað regluverk og losna við siðblindingja úr pólitík. Þurfum að nýta okkur evrópska reynslu og hætta að hafa allt í lausu lofti. Þurfum að næla okkur í siðmenninguna.