Fjölmiðlar ársins 2012 eru enn ógeðslega mikið 2007. Eru enn að tala við þá, sem þóttust vita allt árið 2007. Forstöðumenn greiningardeilda bankanna eru daglegir gestir í fjölmiðlum, þótt þeir hafi sannanlega farið með tómt rugl árið 2007. Fréttabörnin virðast ekkert hafa fattað. Eru líka enn að vitna í útrásarvíkinga sem fjármálavitringa, þótt þeir hafi þurft að fá milljarða afskriftir í bönkum. Þannig heyrði ég nýlega í Þorvaldi L. Sigurjónssyni og áður í Heiðari Má Guðjónssyni. Fáum við aldrei frið fyrir snillingum, sem lugu þjóðina fulla á blöðrutímanum? Eru fréttabörnin öllu skyni skroppin?