Fávitahæli ríkisins

Punktar

Ég man enn eftir bréfi heilbrigðiseftirlitsins um bann við vínveitingum að Búðum á Snæfellsnesi. Vegna ósamstæðra húsgagna í stofu. Annað eins bullbréf hef ég aldrei lesið. Hef síðan verið sannfærður um, að heilbrigðiseftirlitið væri botninn í eymd kerfisins. Nú er þetta sama heilbrigðiseftirlit komið í stríð við bóndakonur. Þær bjóða heimabakstur á helgarmörkuðum og í fjáröflun úti um byggðir landsins. Heilbrigðiseftirlitið á ekki að amast við gömlum hefðum og ekki að hindra skemmtilega nýbreytni fyrir fólk á ferðalagi um landið. Heilbrigðiseftirlitið á að skammast sín fyrir að vera fávitahæli.