Fávitinn í fjármálum

Punktar

Þetta sagði Mervyn King, seðlabankastjóri Breta, í bréfi til Davíðs Oddssonar í apríl 2008, hálfu ári fyrir hrun: „Ég tel að alþjóðlegt samfélag seðlabanka geti fundið leið til að bjóða fram markvissa aðstoð til ykkar til að setja upp áætlun um að draga úr stærð bankakerfisins. Ég er reiðubúinn til að gera allt, sem í okkar [Englandsbanka] valdi stendur til að aðstoða ykkur við að ná því markmiði.“ Davíð anzaði ekki. Skildi ekki ensku eða skildi ekki málið, nema hvort tveggja sé. Sagði engum frá tilboðinu eða sagði Geir Haarde frá því. Alténd komst hann á heimsmetaskrá Time Magazine um fávita í fjármálum.