Fé og landstjóri Óvinarins

Punktar

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vill koma okkur í Evrópusambandið. Hann vill, að við einkavæðum auðlindir ríkisins til að létta á skuldum okkar. Hann vildi á sínum tíma, að Chile seldi vatnsréttindi landsins. Það leiddi til hörmunga, sem ekki eru enn yfirstignar. Við skulum gera okkur grein fyrir, að þessi illræmdi sjóður er engin góðgerðastofnun. Hann er stofnaður til að liðka fyrir hnattvæðingu. Hann styður einkavæðingu frá vatni yfir í heilsugæzlu. Í rauninni er hann Óvinurinn sjálfur, þótt hann komi til landsins með fullar hendur fjár. Hann er líka með varhugaverðan landstjóra í farteskinu.