Stykkishólmur er fegursta pláss landsins, slær út Seyðisfjörð. Gömlu húsin standa út og suður í kvosinni kringum kirkjuna. Flest eru þau frá því fyrir byggingarlist nútímans. Gamli tíminn ræður í miðbænum, ég þarf að fara upp á hæðir til að sjá nýju hverfin. Í Læknishúsinu gamla er Hótel Breiðaförður, notalegt hótel með sómasamlegum morgunmat og þráðlausu interneti. Tveggja manna herbergi m. sturtu á 17.000 kr. Þar við hlið eru tvö ágæt veitingahús, Fimm fiskar og Narfeyrarstofa. Það síðara er spennandi, býður mat beint frá bónda. Ferska bláskel úr Breiðafirði á 3.450 kr og Erpsstaða-ís á 1.450 kr.