Góðar eru tillögur nefndar stjórnvalda um hærri skatta. Gera ráð fyrr hærri erfðafjárskatti, fjármagnstekjuskatti og bankaskatti. Samtals eiga þær að gefa ellefu milljarða á ári. Ekki veitir af, ef hindra á enn hættulegri niðurskurð velferðar. Samt vantar einn skatt í þennan lista, auðlegðarskatt. Hátekjuskattar eru lágir á Íslandi í samanburði við nálæg ríki. Ég er þá að tala um raunverulegan hátekjuskatt, ekki millitekjuskatt. Aukinn skatt á tekjur yfir einni milljón króna og enn hærri skatt á tekjur yfir tveimur milljónum króna. Skattanefndin er sennilega skipuð fólki í þessum þrepum.