Fékk að leiðrétta sig

Punktar

Sigríður Dögg Auðunsdóttir gekk eins langt og blaðamenn mega gera til að gæta hagsmuna viðmælanda síns. Hún sendi Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni ekki aðeins til skoðunar beinar tilvitnanir í orð hans, heldur einnig óbeinar tilvitnanir. Þar sem ég þekki til, mega blaðamenn ekki senda viðmælendum annan texta í grein. Þeir geta þannig endurskoðað eigin orð, en ekki tekið stjórn á greininni. Breytingar Sigmundar Davíðs voru teknar inn. Líklega telur hann, að þetta eigi að vera eins og í gamla daga. Þá sömdu pólitískir himnafeður eins og Eysteinn Jónsson sjálfir spurningar blaðamanna.