Fékk eftirlit í verðlaun

Punktar

Fyrrum bankastarfsmaður, Halla Sigrún Hjartardóttir, fékk lánað í bankanum fyrir stórum hlut í Skeljungi. Seldi svo hlutinn fyrirtæki á vegum bankans og tók 830 milljónir í gróða af millifærslunni einni. Þetta var bankasnilld ársins 2013 að hætti ársins 2008. Var svo verðlaunuð af ríkisstjórninni með formennsku stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Á semsagt að hafa eftirlit með gerningum af þessu tagi! Er þetta ekki dæmigert fyrir ríkisstjórn bófaflokka, sem hefur að markmiði að ræna þjóðina í þágu auðgreifa? Og svona grimmt verður haldið áfram næstu þrjú árin. Venjuleg fólk á tvo kosti: Flýðu land eða gerðu byltingu.