Þegar ríkissjóður tapar milljörðum á Sjóvá, vakna tvær spurningar um tvo flokksformenn. Önnur er um Steingrím Sigfússon, hin um Bjarna Benediktsson. Af hverju sóaði Steingrímur milljörðum af fé skattgreiðenda í hít Sjóvá? Af hverju er gróðaglæframaðurinn Bjarni enn í pólitík? Var ráðamaður í Sjóvá og aðili að einkagróða-vafningum, sem lentu á Sjóvá. Þriðja spurningin er svo til kjósenda: Er boðlegt að styðja póltíkusa, sem kunna ekki með fé að fara? Og finnst þeim eðlilegt, að græðgi pólitíkusa lendi á skattgreiðendum? En kannski verður Sjóvá sameiginleg hengingaról félaganna Bjarna og Steingríms.