Félagslegur rétttrúnaður

Fjölmiðlun

Félagslegur rétttrúnaður fer á kostum. Ríkisútvarpið dregur til baka frétt um Eyfirðing, sem samdi um skuldir og er sáttur við stöðuna. Hann sagði sjónvarpinu ekki frá, að hann var áður í stjórn staðarfélags vinstri grænna. Rosalegt hneyksli, segja rétttrúaðir. Fylgist þið með, hvort Ríkisútvarpið tilkynnir okkur framvegis um pólitíska fortíð viðmælenda. Setur á þá spjöld í sjónvarpinu. Það, sem gildir um hann, hlýtur að gilda um aðra. Skoðunum verður stungið undir stól, tengist þær pólitík. Félagslegur rétttrúnaður leikur Ríkisútvarpið grátt. Það er farið að draga til baka réttar fréttir.