Félagslegur rétttrúnaður

Punktar

Að ósk skrifstofu Landlæknis er verið að reyna að rekja feril manns. Hann situr í gæzluvarðhaldi vegna gruns um að hafa eyðnismitað rúmlega tug kvenna. Verið er að leita að fleiri konum, sem hafi lent í honum. Til þess að þær átti sig á, um hvern málið snýst, var upplýst, að þetta væri hælisleitandi frá Nígeríu. Í fjölmiðlum voru birt myndskeið af manninum með teppi yfir höfði. Auðvitað fór félagslegur rétttrúnaður á hvolf. Samkvæmt honum má ekki prófílera fólk. Eins og stundum áður gengur félagslegur rétttrúnaður út í öfgar í þessu máli. Brýnt var að loka hringnum sem fyrst til að kæfa nýja bylgju sjúkdómsins í fæðingu.