Hundar eru að því leyti fullkomnari en önnur dýr, að þeir horfast í augu við manninn og fara nærri um, hvað hann vill. Flest önnur dýr forðast augnsamband. Katharine Arney hjá BBC segir frá rannsóknum á getu hunda og annarra dýra til að hafa gagn af manninum í samskiptum við hann. Augnsambandið er talið benda til, að hundar hafi óvenjulega mikinn félagsþroska í samanburði við önnur dýr, meðal annars í samanburði við nánustu ættingja mannsins, sjimpansa.