Féll í flórinn fræga

Punktar

Er Bjarni Ben var þingflokksformaður, var hann evrópusinnaður. Vildi verða flokksformaður. Davíð og skrímsladeildin hótuðu honum, að þá yrði hann að verða evrópuandstæður. Bjarni Ben vildi fara bil beggja. Davíð gerði sér lítið fyrir, ruddist inn á frægan landsfund og tók hann yfir. Bjarni sá, að við ofurefli var að etja. Tók trú á gamla drekann og hefur síðan fylgt honum eins og þægur bjöllusauður. Það er upphafið að falli Bjarna í framsóknarflór Gunnars Braga. Kjósendur hafa undanfarið unnvörpum flúið fýluna. Þingmenn Flokksins lamaðir undir stimpli svika, útúrsnúninga, orðhengla og þjóðníðs.