Fellið leynisamninginn

Punktar

Álfheiður Ingadóttir hefur rétt fyrir sér. Alþingi getur ekki lagt á þjóðina ríkisábyrgð upp á hundruð milljarða án þess að sjá plaggið. Ríkisstjórnin verður að leggja fram IceSave-samninginn, ef hún vill fá hann samþykktan. Enginn viti borinn samþykkir samning, sem hann hefur ekki séð. Ríkisstjórnin verður einfaldlega að fá samþykki viðsemjanda sinna fyrir birtingu. Hún þykist vera að reyna það. Grunur leikur á, að í samningnum séu ákvæði, sem ekki standist birtu. Þess vegna séu þau leyndó. Af þeirri tæknilegu ástæðu einni er einföld ástæða til að fella samning pukurstjórnarinnar um IceSave.