Lögreglustjórinn í Reykjavík, áður lögreglustjóri í Keflavík er feludýr undir verndarvæng hinnar æruskertu Hönnu Birnu. Feludýrið vill auðvitað ekki tala við blaðamenn, því það getur ekki útskýrt framferði sitt í yfirhilmingarmálinu. Hún er ekki embættismaður, heldur senditík. Hún veldur ekki embættinu, sem sést af, að hún getur ekki einu sinni rætt stöðu sína. Þessa dagana er lögreglustjórinn í Reykjavík skýrasta dæmið um andverðleikaþjóðfélagið. Bófaflokkarnir, sem öllu ráða, velja til embættis helzt af öllu vitlausari og meðfærilegri jámanninn. Þannig er Ísland ólíkt flestum nálægum þjóðum, allt í boði firrtra kjósenda.