Feneyjanefndin segir OK

Punktar

Feneyjanefndin gerir ýmsar tæknilegar og ekki alvarlegar athugasemdir við frumvarpið um stjórnarskrána. Rétt er að taka tillit til þeirra og umorða ýmis ákvæði. Alvarlegustum augum lítur nefndin á pólitíska reiptogið. Sú hótun er nefnilega uppi, að við hver stjórnarskipti hefjist reiptog um að hafna gildandi stjórnarskrá. Í næsta tilviki að hafna breytingunni og taka upp gömlu stjórnarskrána að nýju. Íslenzkt fyrirbæri, sem hangir á sérstæðri umræðuhefð, orgi og ópum í þingsölum. Heimska umræðuhefðin er í skralli, en ekki sjálft frumvarpið um stjórnarskrá. Orgið og ópin á alþingi eru vandinn.