Hugmyndir Feneyjanefndar henta vel íslenzkri þjóðmálaumræðu. Þar getur hver séð það, sem hann vill sjá, alvarlegar eða lítilvægar athugasemdir. Og allir éta áfram upp úr sínum poka. Ég skipti hugleiðingum nefndarinnar í þrennt. Sumar eru bara hugleiðingar. Aðrar eru efnislegar breytingar um, að dregið verði úr auknum völdum kjósenda. Þeir kjósi til dæmis ekki forsetann sinn. Nefndin er þannig hrædd við kjósendur, enda skipuð yfirstéttarfólki. Svo eru þarna tæknilegar tillögur, sem má taka upp. Merkilegast er, að fréttastofa Ríkisútvarpsins tók í gær forustuna af Mogganum í andstöðu við frumvarpið.