Fenrisúlfur

Punktar

Markaðshagkerfið getur einn daginn stuðlað að fjölbreytni í fjölmiðlun og hinn daginn eyðilagt hana. Það er nánast tilviljun, að þremur mikilvægum fjölmiðlum hér á landi var bjargað frá hruni á skömmum tíma. Það er nánast tilviljun, að fullburða fréttastofur eru hér sex en ekki þrjár. … Myrkrahöfðingi vestrænnar fjölmiðlunar, sjálfur Rupert Murdoch, getur á morgun keypt flesta íslenzka fjölmiðla og breytt þeim í lygamaskínur. Ekkert er öruggt í heimi markaðshagkerfisins, ekki einu sinni sú óvenjulega góða staða, sem er á íslenzkri fjölmiðlun einmitt þessa dagana. …