Fer heimsins dýrð

Fjölmiðlun

Þjóðin hefur fallizt á sannleikann í máli Ísafjarðarperrans sjö árum eftir atburðinn. Kastljósi má þakka, að þjóðin stendur andspænis fortíðinni og sér ljósið. Lítið fer núna fyrir mörgum, sem tóku þátt í að magna skrílinn gegn sannleikanum um barnaníð. Í stuðningi við orðstír perrans lögðu ýmsir hönd á plóginn, en lengst gengu þrír þáverandi alþingismenn. Össur Skarphéðinsson ráðherra, Hjálmar Jónsson prestur og Hjálmar Árnason, reddari á Keili. Séu upplýsingar til og þær ekki birtar, þá fyrst eru menn farnir að leika guð. Og þingmennirnir þrír spiluðu guð fyrir sjö árum. Þannig fer heimsins dýrð.