Bjarni Benediktsson lýgur minna en Sigmundur Davíð og fer ljúfar með lygina. Þó er erfitt að sjá, við hverja hann er að tala, þegar hann segir þjóðina hafa það gott og meira gott. Fólk sér á eigin skinni, að fjárhagurinn er þungur og fer versnandi. Bjarni er nefnilega ekki að tala við almenning, þegar hann lýgur. Hann er að tala við þann helming fólks, sem hefur það sæmilegt eða gott. Margir fagna lægri sköttum á hátekjur og lægri tollum á lúxus og gefa skít í fátæka. Svo eru margir, sem enn trúa á einkavinavæðingu og forsmáða brauðmolaspeki. Úr þessum hópum fá bófaflokkar ríkisstjórnar greifanna 35% fylgi hjá þjóðinni.