Frosti Sigurjónsson hvarf í kyrrþey úr stjórn vogunarsjóðsins Arctica, sem varð umdeildur upp úr hruni. Fannst viku síðar í efsta sæti á nyrðri lista Framsóknar í Reykjavík. Vogunarsjóðir þessir, sem keyptu eignir fyrir slikk eftir hrunið, eru af Framsókn nefndir “hrægammasjóðir”. Víða um vefinn heimta frammarar, að eignir þessara sjóða verði þjóðnýttar og þeir reknir öfugir úr landi. Þetta eru auðvitað ýkt viðbrögð fólks, sem varð fyrir tjóni í hruninu. Framsókn mun auðvitað ekki verða við þessum kröfum, þegar Frosti úr “hrægammasjóðnum” er orðinn fjármálaráðherra eftir yfirvofandi kosningar.