Ég skil ekki ferðapassann frekar en aðra flækjuhugsun. Finnst það einfalda vera betra. Fyrst hafnar ríkisstjórnin eðlilegum vaski á ferðaþjónustu og getur svo ekki kostað frágang og verndun helztu ferðamannastaða. Miklu nær er að hafa vaskinn í lagi og nota hluta teknanna til að kosta framkvæmdir og rekstur við ferðamannastaði. Enginn getur kveinað yfir að borga sama vask og aðrir. Ferðamenn pirrast fremur af aðgangseyri eða ferðapassa. Svo rífast menn og rífast. Eins og í kvótanum, sem ætti að bjóða út á frjálsum markaði og hætta grátbólgnu rifrildi. Hér skortir hnífskarpa hugsun hjá moðhausunum.