Pólland, Tékkland, Albanía, Búlgaría og Páfastóll voru ríkin, sem George W. Bush forseti heimsótti í ferð sinni um Evrópu. Hann heimsótti ekki Bretland og ekki Frakkland. Hann varð að koma til Þýzkalands, því að þar var fundur áttveldanna. Hann heimsótti ekki Ítalíu, þótt Páfastóll sé þar innlyksa. Allt var þetta táknrænt og hagkvæmt. Af alþekktum ástæðum yrði illa tekið á móti forsetanum hvarvetna í Vestur-Evrópu. Öðru máli gegnir um Austur-Evrópu og Páfagarð. Þar urðu engin uppþot. Ferðin um Evrópu segir merkilega sögu um stöðu heimsmála árið 2007. Um varanlegan klofning vesturveldanna.