Ferðaþjónusta er langsamlega öflugasti atvinnuvegur þjóðarinnar og langmesta uppspretta gjaldeyris. Tekjur hennar í fyrra námu 300 milljörðum. Sjávarútvegur er hálfdrættingur á við ferðaþjónustu. Tekjur ferðaþjónustu síast líka um allt samfélagið. En tekjur af útgerð renna að mestu í vasa fárra. Sama gildir um stóriðju og orkuver. Þau veita fáum atvinnu og arðurinn fer nánast allur úr landi. Af þessum þremur þjóðarauðlindum skilar ferðaþjónustan ein auðlindarentu til samfélagsins. Hinar tvær eru kvótagreifar og álgreifar, sem skila lítilli eða engri auðlindarentu. Rétt auðlindarenta ætti að standa undir velferð allra.