Feginn er ég, að þetta er búið. Evrópukjaftæðið var komið upp í háls. Nú fer málið til embættismanna og kemur þaðan ekki fyrr en eftir tvö ár eða síðar. Þá verður Evrópa að vísu felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið er ekki nógu vel undirbúið og of umdeilt. Því miður mótast umræðan einkum af botnlausri þjóðernisþvælu heimalninga. Þeim, sem vilja halda uppi krónu og séríslenzku sukki. Ég hef lengi verið sinnaður fyrir Evrópu. Hef lengi haft til þess nægar upplýsingar. Viðurkenni samt, að meirihluti þjóðarinnar er andvígur og hlýtur að ráða. Ferð Samfylkingarinnar er vonlaus og gerir bara illt verra.