Fésbókin er fín

Punktar

Notkun mín á fésbók er sérhæfð. Ég nota hana sem vettvang fyrir umræðu hjá nafngreindu fólki. Bloggið gefur ekki kost á slíku. Þar ráða nafnleysingjar ríkjum og ég vil ekki vekja athygli á þeim. Því leyfi ég ekki athugasemdir við bloggið. Þær mundu kosta mig of mikla fyrirhöfn við ritstjórn og ég hef fengið nóg af slíku fyrr um ævina. Með því að flytja umræðuna yfir í fésbók einskorðast hún við nafngreint fólk. Þar er auðvitað margt bullið, sennilega meira en helmingurinn, en þarfnast nánast engrar ritskoðunar. Ég sé því ekki vandann, sem sumir sjá við fésbókina. Fyrir mig er hún er fínn vettvangur.