Ég nota fésbókina. Ekki því hún sé svo góð, heldur því hún er svo stór. Stærsti fjölmiðill heimsins. Gerir mér kleift að birta skoðanir á ýmsum sérsvæðum, til dæmis pírata. Gerir fólki kleift að dreifa skoðunum mínum með því að tengja þær inn á sín svæði. En fésbókin er ekki mín eign. Má loka á mig, hvenær sem er. Má sóa tíma mínum við að komast aftur í samband. Fésbók sýnir mér það efni, sem hún telur mig vilja sjá. Magnar þannig hugsanlega fordóma mína. Bloggið er að mörgu leyti betra. En nafnlausir „virkir í athugasemdum“ ganga þar um á skítugum skóm. Svo ég loka á þá, hef opið á fésbókinni. Bloggið er líka mín eigin geymsla, mín fortíð. Þar er allt, sem ég hef skrifað um ævina. Og ég á það sjálfur.