Sumum þjóðgarðsvörðum og náttúruunnendum er uppsigað við hesta. Jóna Guðný Eyjólfsdóttir í Snæfellsskála er einn þeirra. Kvartar yfir gróðurskemndum af völdum hesta. Getur hún ekki beðið hestana um að feta í fótspor hreindýra, svo að allt verði með sóma? Hestar eru partur af náttúrunni eins og kýr og kindur, hreindýr og tófur. Eðlilegt er, að spor eftir hesta sjáist vítt um landið og jafnvel kúkur eftir þá. Aðrir hafa kvartað yfir hestaslóðum, til dæmis Sigurður Sigurðarson bloggari. Því miður er ekki nóg af slíkum slóðum, sem gefa náttúrunni sagnfræði. Ég gleðst alltaf, þegar ég kem auga á hófför.