Ljótt er að sjá umgengni þeirra, sem rífa gamla Lýsishúsið. Ruslið dreifist um nálægar götur og garða, einkum einangrunarplast, sem fer alla leið niður í fjöru. Þetta minnir mig á framkvæmdirnar í Norðlingaholti, þar sem plastið flaug um allar áttir í fyrravetur. Sóðaskapur er algengur í framkvæmdum hér á landi. Þar er að verki sama fólkið og hendir ruslinu út um bílglugga og er ófært um að ala upp börn, sem lætur rusl í þar til gerðar ruslafötur. Í greinum ferðamanna um Ísland er í auknum mæli fjallað um einstæðan sóðaskap þjóðarinnar.