Frá Búlandi í Landeyjum um Fíflholt til Berjaness.
Byrjum á mótum þjóðvega 252 og 253 við Búland í Landeyjum. Förum jeppaslóð vestnorðvestur að Kana. Þaðan vestsuðvestur um Kanastaði að þjóðvegi 252 við Sléttuból. Förum með þjóðveginum, þangað sem hann beygir til vesturs. Þar förum við suðvestur til sjávar og förum með fjörunni norðvestur að Skipagerðisós. Þar förum við norðvestur og fyrir vesturenda óssins að þjóðvegi 252. Förum norður með þjóðveginum að mótum þjóðvega 252 og 253. Förum þar inn á 253 og förum hann vestnorðvestur að Fíflholtshverfisvegi. Förum austur þann veg um Fíflholt. Við Fíflholt eystra beygjum við til suðausturs að Kanastaðaslóð. Förum þá slóð vestnorðvestur um Kanastaði og síðan norður um Affall að þjóðvegi 1 vestan Berjaness.
34,6 km
Rangárvallasýsla
Nálægar leiðir: Oddeyrar, Holtsós.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort