Fimm ástæður valda því, að senn fara Bandaríkin í stríð við Írak. Í fyrsta lagi er þar að hafa ógrynni herfangs af olíu, sem Frakkar og Rússar fá aðild að, ef þeir samþykkja stríðið. Í öðru lagi vill Ísrael stríðið og Bandaríkin sjá jafnan um, að Ísrael fái ítrustu kröfum sínum fullnægt. Í þriðja lagi dreifir stríðið athygli Bandaríkjamanna frá því, að Osama bin Laden leikur enn lausum hala og öll hans skæruliðsamstök, fjármögnuð af Sádi-Arabíu og ræktuð í Pakistan, en algerlega óviðkomandi Írak. Í fjórða lagi er stríðið hefnd fyrir útreið föður núverandi Bandaríkjaforseta í fyrra Persaflóastríði, þar sem Saddam hélt velli, en gamli Bush féll fyrir Clinton. Í fimmta lagi telur Karl Rove, áróðursstjóri Bandaríkjaforseta, að stríð sé bezta leiðin til að vernda og efla vinsældir forsetans.