Fyrst átu leiðtogar áttveldanna fimm rétta hádegisverð. Síðan ræddu þeir fátæktina í heiminum. Og fannst hún raunar vera vandamál. Loks úðuðu þeir í sig þrettán rétta kvöldverði. Matseðill áttveldanna á Hokkaido í Japan minnir á Satýricon eftir Petróníus, sem lýsti borðhaldi nýríkra í Róm. Þar reyndi leysinginn Trímalkíó að slá Rómarmet í óhófi og íburði. Gærdagurinn bauð óvenjulega firringu. Spunakarlar voldugustu herra heims virðast hafa tapað áttum í fílabeinsturninum. Það er hræsni að þykjast reyna að ræða fátækt milli fimm rétta og þrettán rétta. Röng skilaboð til umheimsins.