Fimm tegundir krónu

Punktar

Svana Helen Björnsdóttir hefur bent á, að fjármálaráðherra er ekki bara að halda lífi í krónunni með gjaldeyrishöftunum. Hann er að reyna að verja fimm gjaldmiðla. Þarna er ferðamannakrónan og verðtryggða krónan, aflandskrónan og tvenns konar undanþágukrónur Seðlabankans. Orðið verra en fyrir hálfri öld á tíma bátagjaldeyris og námsmannagjaldeyris. Ríki með minnsta gjaldeyri heims heldur í rauninni úti fimm gjaldmiðlum. Menn eru búnir að belgja sig of átakanlega út í dálæti á hinni einu sönnu og þjóðlegu krónu. Þeir eru að fórna fjárhagslegum hagsmunum þjóðarinnar. Þannig er grínið á Íslandi í dag.