Víða er súrt að vera blaðamaður, jafnvel í Evrópu. Jose Luis Gutiérrez er ritstjóri hins þekkta dagblaðs Diario 16 á Spáni. Hann hefur verið dæmdur fyrir að móðga kónginn í Marokkó. Blaðið birti sanna frétt um, að fimm tonn af hassi hefðu fundizt í trukki í eigu Domaines Royaux, fyrirtækis kóngsins. Allt er þetta satt og rétt, en samt talið móðgandi fyrir kónginn. Alþjóðasamband ritstjóra hefur gagnrýnt stjórn Spánar fyrir að afnema ekki úrelt lög um móðgun við kónga. Það hefur hvatt Evrópudómstól mannréttinda til að hrinda dóminum. Hér á Íslandi mátti ég þó móðga rónann Jeltsín.