Fimm utangarðsmenn

Punktar

Donald Trump er utangarðsmaður. Réðist inn í tóma skel Repúblikana og rændi flokknum. Sameinaði sósíalískt tal og nýfrjálshyggju gerðir. Varð forseti út á botnlausan róg og lygar um Hillary Clinton. Kringum hann er hirð samvizkulausra og siðblindra almannatengla. Sigmundur Davíð er líka utangarðsmaður. Réðist með fjármagn föður síns inn í tóma skel Framsóknarflokksins og rændi flokknum. Flutti lýðskrum í síbylju. Missti síðan ríkisstjórn og flokk úr höndum sér vegna eigin fjárglæfra. Einnig utangarðsmenn, en öðru vísi lýðstjórar eru Bernie Sanders og Jeremy Corbyn. Þeir segja satt: Hinir ríkustu mergsjúga þá fátæku gegnum pólitík.