Fimmtán milljónir á þig

Punktar

Alþjóðabankinn metur TJÓN Íslands í hruninu á 748 milljarða króna, tæpar tíu milljónir á fjögurra manna fjölskyldu. Til viðbótar koma auknar ríkisskuldir, svo að byrði hverrar fjölskyldu nemur fimmtán milljónum króna. Vextir af þessum kostnaði nema heilum Landspítala á hverju ári. Sökudólgarnir eru margir. Sumir undirbjuggu jarðveginn, ræktuðu hatur á eftirliti og sinntu engu aðhaldi. Aðrir veltu sér um í skjóli stjórnleysis. Saman bera Davíð og Geir þyngsta ábyrgð, þó meira Davíð, því Geir var leirinn í höndum hans. Næstir koma bankabófarnir, sem nú sitja við hægfara kvörn réttlætis í dómsölum. Heilum sex árum eftir hrunið.